Vilja hlaða rafbíla þráðlaust á ferðinni

Sérbúinn Renault Kangoo rafbíll hefur verið brúkaður til að sannreyna …
Sérbúinn Renault Kangoo rafbíll hefur verið brúkaður til að sannreyna franska tækni sem gengur út á að hlaða geyma rafbíla á ferð.

Verkfræðingar við Stanfordháskóla hafa þróað tækni sem gæti gert mögulegt að hlaða rafmagnsbíla þráðlaust meðan á akstri stendur.

Nú þegar er þráðlaus hleðslutækni notuð t.d. til að hlaða farsíma sem lagðir eru á þar til gerð hleðsluspjöld, en til að hleðsla eigi sér stað þurfa orkjugjafinn og tækið sem tekur við hleðslu að vera mjög nálægt hvort öðru og ekki á hreyfingu.

Vísindamennirnir við Stanford hafa náð að smíða þráðlaust hleðslutæki sem virkar þó hluturinn sem tekur við hleðslunni sé á hreyfingu.

Sérbúinn Renault Kangoo rafbíll hefur verið brúkaður til að sannreyna …
Sérbúinn Renault Kangoo rafbíll hefur verið brúkaður til að sannreyna franska tækni sem gengur út á að hlaða geyma rafbíla á ferð.


Tæknin er á algjöru byrjunarstigi og frumgerðin gerir lítið meira en að senda eitt millivatt af orku þráðlaust yfir allt að eins metra vegalengd, og knýja eina ljósdíóðu. Myndi þurfa tíu milljónfalt meiri hleðslu til að knýja rafmagnsbíl.

Myndi þráðlausa hleðslan væntanlega vera útfærð þannig fyrir ökutæki að kefli á botni rafbíla tækju þráðlaust við orku úr keflum sem væri komið fyrir á eða undir yfirborði vegarins. ai@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: