Feðgar áttu athyglisverðasta bílinn

Feðgarnir við bílinn sinn.
Feðgarnir við bílinn sinn. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Feðgarnir Skúli K. Skúlason og Einar Skúli Skúlason fengu verðlaun fyrir athyglisverðasta bílinn á Bíladögum á Akureyri sem lýkur í kvöld.

Þeir fengu verðlaunin afhent á bílasýningu sem var haldin í Boganum í dag.

Bílinn þeirra er af gerðinni Chevrolet Camaro og er hann frá árinu 1968.

Feðgarnir fluttu bílinn til landsins árið 2010 og gerðu hann upp.

Einar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Bílaklúbbs Akureyrar, á sýningunni í dag.
Einar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Bílaklúbbs Akureyrar, á sýningunni í dag. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Að sögn lögreglunnar á Norðurlandi eystra hafa Bíladagar farið vel fram. Lögreglan hefur þurft að hafa einhver afskipti af ökumönnum vegna umferðarlagabrota. Lítið hefur verið um fíkniefni á hátíðinni.

mbl.is/Þorgeir Baldursson
mbl.is