Stærstu innfluttu jarðýturnar í áratug

Caterpillar D10T jarðýtan sem Alexander Ólafsson fékk nýverið afhenta er …
Caterpillar D10T jarðýtan sem Alexander Ólafsson fékk nýverið afhenta er sú stærsta sem flutt hefur verið inn frá árinu 2007. Hér er hún mætt til starfa í malarnámum í Vatnsskarði á Reykjanesskaga.

þetta er til marks um hagsveifluna,“ segir Snorri Árnason, sölustjóri landvéla hjá Kletti-sölu og þjónustu efh. Nýverið afhenti fyrirtækið stærstu jarðýtu sem flutt hefur verið til landsins frá því fyrir hrun.

Aukinheldur var ein ýta í næsta stærðarflokki fyrir neðan afhent nýlega og önnur sömu stærðar í fyrravor.

„Vélar í þessum stærðarflokki eru fyrst og fremst notaðar til efnislosunar í malarnámum, sérstaklega í stærri námum,“ segir Snorri. Risavélin D10T, sem seld var fyrirtækinu Alexander Ólafsson, er komin í notkun í Vatnsskarðsnámunum á Reykjanesskaganum. Hina, sem er númerinu minni eða D9T, fengu Íslenskir aðalverktakar. Var hún send í námur í Stapafelli og leysti þar af hólmi álíka stóra Caterpillar-vél sem var orðin 33 ára gömul og notuð í um það bil 70.000 vinnustundir.

- 32 ára, er það ekki óvenjuleg ending á jarðýtu?

Nýja ýtan D9T sem Íslenskir aðalverktakar fengu fyrr í ár …
Nýja ýtan D9T sem Íslenskir aðalverktakar fengu fyrr í ár er komin til starfa í malarnámum í Stapafelli.


„Jú,“ svarar Snorri. „En hún er ekki komin á eftirlaun því hún fór beint í vinnu við framkvæmdir uppi á Keflavíkurflugvelli.“ Hann segir D10T-ýtuna vera um það bil 73 tonn í vinnuþyngd og 9-una um 52 tonn. Og hvað skyldu svona öflugar vélar kosta?

„Þumalputtareglan er að hvert tonn í svona vélum kosti um það bil tvær milljónir króna, en það fer aðeins eftir því hvernig gengið er,“ segir Snorri. Hann bætir við að í maí í fyrra hafi Fossvélar á Selfossi fengið nýja ýtu af gerðinni D9T en það fyrirtæki er með námurnar í Ingólfsfjalli og Bolöldum. „Þannig að á sem sagt 10 mánuðum erum við búnir að afhenda þrjár svona stórar ýtur. Þessar þrjár ýtur eru þær stærstu sem komið hafa til landsins frá því fyrir hrun. Það er ágætur mælikvarði á hagsveifluna.“

Nýja ýtan D9T sem Íslenskir aðalverktakar fengu fyrr í ár …
Nýja ýtan D9T sem Íslenskir aðalverktakar fengu fyrr í ár er komin til starfa í malarnámum í Stapafelli.


Ýta seld frá Íslandi til Ástralíu

D10T-ýtan er sú næststærsta sem Caterpillar framleiðir. Þær stærstu eru D11T en bæði Vatnsskarðsnámur og Fossvélar fengu slíkar jarðýtur 2007, eða rétt fyrir hrun. „Þær stöldruðu við hér á landi í um það bil ár þar til þær voru seldar úr landi aftur. Vegna hrunsins voru ekki verkefni fyrir þær lengur. Önnur þeirra endaði í Ástralíu þegar hún fór héðan,“ segir Snorri.

- Það er fleira en jarðýtur að fá hjá Kletti? „Já, já, fyrir utan umboð fyrir Caterpillar-vinnuvélar, bátavélar og rafstöðvar erum við meðal annars með umboð fyrir Scania-vörubíla og rútur og ýmsar aðrar vélar og tæki. Líka fyrir Goodyear-dekk en við rekum einnig hjólbarðasölu og -verkstæði að Suðurhrauni 2b í Garðabæ.“

Nýja ýtan D9T sem Íslenskir aðalverktakar fengu fyrr í ár …
Nýja ýtan D9T sem Íslenskir aðalverktakar fengu fyrr í ár er komin til starfa í malarnámum í Stapafelli.


Áður vélasvið Heklu

Klettur er það sem áður var vélasvið Heklu, að sögn Snorra. „Við fluttum hingað í Klettagarða í sérhannað 4.400 fermetra húsnæði árið 2003 og á vormánuðum 2010 kaupir Knútur G. Hauksson, fyrrverandi forstjóri Heklu, og þrír aðrir starfsmenn véladeildina út úr Heklu-samstæðunni. Þá fékk fyrirtækið nafnið Klettur-sala og þjónusta og voru starfsmenn um 50 í byrjun. Núna erum við 85 og það hefur verið mjög drjúg aukning hjá okkur á síðustu þremur árum eða svo.“

Snorri Árnason segist áætla að í stórum vélum eins og jarðýtunum sem fyrr eru nefndar sé endurnýjunarþörfin ekki nema ein til tvær á næstu tveimur árum.

Mikið af tækjum úr landi eftir hrun

„Það eru ekki það margar stórar vélar í landinu. Aftur á móti er þörfin meiri fyrir jarðýtur kringum 20 tonnin, sem heita D6N. Það eru hefðbundnar vélar sem notaðar eru í vegagerðarverkefnum og slíkum framkvæmdum. Við erum búnir að afhenda eina svoleiðis á þessu ári og í fyrra seldum við samtals sex eintök. Það er meira að gera í þeim stærðarflokki. Eftir hrunið fór mikið af tækjum úr landi og þau sem eftir voru eru orðin tíu ára gömul og notuð eftir því,“ segir Snorri sem upplýsir að Klettur sé með um 80-90% markaðshlutdeild í jarðýtum. agas@mbl.is

Ágúst Ásgeirsson

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: