• Tilbúnum auglýsingum skal skilað ekki síðar en einum virkum degi fyrir fyrirhugaða birtingu.
 • Afbókun auglýsingar þarf að berast ekki síðar en fimm virkum dögum fyrir fyrirhugaða birtingu.
 • Borðinn má ekki valda of miklu álagi á tölvu notenda. Hafa verður í huga að margir notendur eru ekki á nýjustu gerðum tölva. Sjá leiðbeiningar.
 • Þegar smellt er á borðann verður síða að opnast í nýjum glugga.
 • Borðinn skal vera innan uppgefinna stærðartakmarka.
 • Hljóð má einungis vera notað ef notandi biður um það með því virkja aðgerð í borðanum með músarsmell. Ekki má byrja hljóðafspilun þó músarbendill fari yfir auglýsingu.
 • Auglýsingin má ekki „stela“ músarbendlinum og fela hann eða skipta honum út fyrir annan bendil þegar farið er með bendilinn yfir auglýsinguna.
 • Ef auglýsingin krefst niðurhals frá öðrum vefþjóni, t.d. þegar spila á myndskeið, má niðurhalið einungis hefjast þegar notandi virkjar spilun þess með músarsmell. Ekki má hefja niðurhal við birtingu borða eða þó farið sé með músarbendil yfir auglýsinguna.
 • Mikilvægt er að auglýsingin sæki það sem sækja þarf aðeins einu sinni, en ekki við hverja keyrslu.
 • Ef um iframe-borða er að ræða þarf að sjá til þess að borðinn sé hýstur á https-vefþjóni (ekki http). Þetta á bæði við um borðann sjálfan og um allt efni (s.s. myndir og myndskeið) sem hann sækir.

Algengar spurningar

 • Bjóðið þið upp á að hýsa borða?
  Nei ekki nema í gegnum sérsamning við Overcast (Hafið samband við auglýsingastjóra).
 • Virka einhverjar vefmælingar hjá ykkur á HTML5 borðum?
  Já við veitum allar hefbundna vefmælingar á Iframe borðum nema smelli.
 • Hvaða stærðartakmarkanir í KB/MB eru þið með?
  Engar sérstakar takmarkanir eru til staðar. Við biðjum samt um að stærðinni sé haldið í minna lagi ef hægt er.
 • Er yfirleitt einum borða skilað fyrir hverja stærð, eða er hægt að skila einum responsive borða?
  Eini borðinn þar sem stærðin breytist er „Ticker“ borðinn sjá að neðan.

Ticker borði

Til að hægt sé að birta ticker borða á mbl.is þarf að skila inn efninu á eftirfarandi hátt:

Myndaborði:
Ef um er að ræða mynd eða "gif" borða þarf að skila inn þremur stærðum af myndaskráum. Eina fyrir hverja skjá stærð.

1. Borðtölvur 970x30
2. Spjaldtölvur 730x30
3. Farsímar 360x30

Iframe:
Þegar iframe borði er hannaður sem ticker er mikilvægt að hann sé responsive og skiptist í þrjár skjástærðir.

1. Skjábreidd er 1000 pixla eða breiðari - Borðinn er 970 pixla að breidd.
2. Skjábreidd er minni en 1000 pixla enn þó stærri en 610 pixla - Borðinn er 730 pixla að breidd.
2. Skjábreidd er minni en 610 pixla - Borðinn er 360 pixla að breidd.

Video auglýsingar

Myndkóðun: MP4 H.264 aka MPEG-4 AVC eða MPEG-4 Part 10
Hljóðkóðun: AAC
Miðað er við að auglýsing sé 10-15 sek að lengd og að hámarki 1080p í upplausn.
Skráarstærð skal í mesta lagi vera 50MB.