Vetnislausn til móts við losunarvanda báta

Yanmar mun hefja sölu á vetnisrafalslausn sinni fyrir skip og …
Yanmar mun hefja sölu á vetnisrafalslausn sinni fyrir skip og báta 2023. Ljósmynd/Yanmar

Hér á landi er japanski iðnaðarrisinn Yanmar líklega þekktastur fyrir díselvélar sínar fyrir báta og skip, en vélarnar eru þær mest seldu í íslenskum sjávarútvegi. Fyrirtækið ætlar þó ekki að verða eftir í orkuskiptunum og hefur þróað vetnisrafal fyrir báta. Stefnt er að því að hann komi á markað 2023, en vetnisvélar eru væntanlegar.

Það kann að koma mörgum á óvart að japanska fyrirtækið Yanmar á sér 110 ára sögu en fyrirtækið hefur á þessum tíma framleitt tæki fyrir byggingariðnaðinn, traktora, báta, dróna og díselvélar. Til að halda fyrirtæki í rekstri í eins langan tíma er ljóst að það þarf aðlögunarhæfni og er löngu orðið ljóst að yfirvöld og fyrirtæki víða um heim stefna að minni losun koltvísýrings. Yanmar hefur ekki setið á hakanum og tilkynnti fyrirtækið í desember að tekist hefði að þróa 300 kW efnarafal sem gengur fyrir vetni og er hugsaður fyrir báta.

Vetni er með tvisvar til þrisvar sinnum betri orkunýtingu en hefðbundið eldsneyti sem gerir það að verkum að hægt er að komast lengra á vetni en til dæmis dísel. Losun vegna nýtingar vetnis er bara vatn og því eru gróðurhúsalofttegundir ekkert áhyggjuefni.

Gott að geta bara dælt vetni beint í bátinn.
Gott að geta bara dælt vetni beint í bátinn. Ljósmynd/Yanmar

Fjöldi fyrirtækja komið að þróuninni

Vegferðin hófst árið 2015 þegar fyrirtækið vann í samstarfi við hafrannsóknastofnun Japans að mótun öryggisviðmiða fyrir notkun vetnis í skipum að beiðni japanskra yfirvalda. Í kjölfarið hóf Yanmar hönnun á efnarafal sem nýtir vetni fyrir báta. Notaðir voru hlutir úr vetniskerfinu Mirai, sem Toyota hefur notað í vetnisbíla sína, til þess að smíða vetnisbát.

„Skipahönnuðir, rafmagnsverkfræðingar og vélaverkfræðingar frá mismunandi deildum Yanmar Group tóku þátt í hönnun tilraunabátsins. Efnarafalar og háþrýstivetnisgeymar voru settir upp samkvæmt kröfum öryggisviðmiðana. Á sama tíma var einnig þróað aflstjórnunarkerfi sem samhæfir og stjórnar virkni efnarafalanna, litíumjónarafhlöðu og mótora,“ segir í lýsingu verkefnisins á vef Yanmar.

Unnið hörðum höndum að koma öllu fyrir og finna réttu …
Unnið hörðum höndum að koma öllu fyrir og finna réttu lausnirnar. Ljósmynd/Yanmar

Tilraunabáturinn gerði verkfræðingum fyrirtækisins kleift að reyna á virkni vetnisefnarafalakerfisins og stjórnun rafknúinnar aflrásar í sjóprófunum, en með vetninu er framleitt rafmagn sem knýr vél bátsins. Með sjóprófum urðu til gögn um siglingarhæfni og sjólag og reyndi teymi Yanmar að finna leiðir til að auka afköst vélarinnar.

Samhliða þessum tilraunum hefur Yanmar, í samstarfi við Toyota Tsusho og Iwatani-samsteypuna, unnið að þróun háþrýstikerfis sem getur verið notað til að dæla vetni úr tönkum á landi um borð í skip og báta. Úr þessu samstarfi tókst að hanna og smíða fyrstu 700 bara færanlegu vetnisstöðina. Þá telur fyrirtækið þróun slíkra vetnisinnviða mikilvægan lið í að gera vetni að ákjósanlegum kosti fyrir skip og báta í framtíðinni.

Stefna yfirvalda knúið verkefnið áfram

Hætta á að yfirvöld víðsvegar um heiminn taki upp á því að setja takmarkanir á orkugjafa skipa sem útiloka hefðbundið eldsneyti hefur haft áhrif á framþróun tækninnar að sögn Takehiro Maruyama, sem leiðir verkefnahóp um nýja orkugjafa hjá rannsóknadeild Yanmar.

„Hugsanlegt er að settar verði reglur um kolefnishlutleysi á viðskiptasvæðum Yanmar eins og í bílaiðnaðinum. Ef það gerðist bæri okkur skylda til að bjóða viðskiptavinum okkar lausnir sem gera þeim kleift að halda áfram rekstri sínum án þess að sagt sé að þeir leggi ekki sitt af mörkum til lausnar á umhverfisvandamálum. Við teljum að vetnisefnarafalskerfi verði ein besta lausnin í að draga úr kolefnislosun þannig að hægt verði að raungera hugmyndina um sjálfbært samfélag,“ segir hann í umsögn sinni um verkefnið.

Stefnt er að því að koma þessari vetnislausn Yanmar á markað árið 2023.

Færanleg dælustöð leysir ýmis vandamál.
Færanleg dælustöð leysir ýmis vandamál. Ljósmynd/Yanmar

Stutt í vetnisvélar

Hallgrímur Hallgrímsson, sölustjóri Maráss sem fer með umboð Yanmar á Íslandi, segir í samtali við blaðamann að til standi að bjóða lausnina hér jafnóðum og hún kemur á markað. Hins vegar sé staðan sú að stjórnvöld þurfi að móta regluverk sem heimilar notkun þess í bátum og skipum hér á landi. Jafnframt segir hann þörf á uppbyggingu innviða sem styðja við notkun vetnis.

Enn stærri fréttir eru handan við hornið hjá Yanmar, að sögn Hallgríms sem segir stefnt að því að koma með vetnisframdrifsbúnað fyrir stærri skip á markað 2025. Ólíkt fyrrnefnda vetniskerfinu sem framleiðir rafmagn sem knýr vél er hér um að ræða vetnisvél sem sjálf er knúin með vetni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 496,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 362,62 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 343 kg
Ýsa 113 kg
Karfi 7 kg
Samtals 463 kg
19.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.105 kg
Karfi 23 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.131 kg
19.4.24 Guðrún GK 96 Grálúðunet
Grásleppa 345 kg
Samtals 345 kg
18.4.24 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Ufsi 1.163 kg
Þorskur 189 kg
Karfi 6 kg
Samtals 1.358 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 496,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 362,62 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 343 kg
Ýsa 113 kg
Karfi 7 kg
Samtals 463 kg
19.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.105 kg
Karfi 23 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.131 kg
19.4.24 Guðrún GK 96 Grálúðunet
Grásleppa 345 kg
Samtals 345 kg
18.4.24 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Ufsi 1.163 kg
Þorskur 189 kg
Karfi 6 kg
Samtals 1.358 kg

Skoða allar landanir »