73% strandveiðiafla verið landað

Afla landað úr strandveiðibát.
Afla landað úr strandveiðibát. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Farið er að síga á seinni hluta strandveiða þessa árs. Þokkalegur gangur hefur verið á veiðunum til þessa. Alls hefur 661 bátur landað afla á strandveiðum í ár. 

Þó sótti 681 bátur um leyfi til strandveiða og greiddi fyrir. Að sögn Önnu Guðrúnar Árnadóttur, sérfræðings hjá Fiskistofu, hafa síðan 25 bátar þegar skráð sig af strandveiðum. 

Fyrir afskráningu geta legið ýmsar ástæður, svo sem að báturinn ætli sér á makrílveiðar eða hafi óttast að veiðiheimildir til strandveiða myndu klárast eftir skamma stund þar sem frestur til að afskrá bát rann út á sama tíma og tilkynnt var um auknar aflaheimildir til strandveiða. 

Önnur ástæða getur verið að bátar með aflamark snúi sér að því að uppfylla veiðiskyldu sína fyrir fiskveiðiáramótin í ágústlok. 

Jöfn dreifing á milli mánaða

Heildaraflaheimildir í strandveiðum eru, eftir aukningu þann 20. júlí, 12.271 tonn af botnfiski, þar af 11.171 tonn af þorski. 

Af heildaraflanum hefur 8.742.035 kílóum af kvótabærum botnfiski verið landað, þar af 8.071.277 kílóum af þorski og 611.330 kílóum af ufsa. Alls hefur því rúmum 73 prósentum af heildaraflaheimildum strandveiðanna verið landað. 

Færa má rök fyrir því að dreifing á afla hafi því verið nokkuð jöfn, þar sem tæplega þrír fjórðungshlutar heimilda hafi verið veiddir þegar þriðji mánuðurinn af fjórum er að klárast. Aflinn dreifist sömuleiðis nokkuð jafnt á milli mánaða en í maí, júní og júlí hefur 2.700-3.000 tonnum verið landað.  

Svipuð staða var uppi á sama tíma í fyrra þegar 720 tonnum af botnfiski hafði verið bætt við heimildir og voru í heildina 10.720 tonn af þorski. Þá höfðu 663 bátar landað inn á strandveiðikerfið og 81,6 prósentum af heildarafla verið landað. 

Allur gangur virðist vera á hvort strandveiðisjómenn kjósi að landa ufsa sem VS-afla eða ekki.  

Ufsa sem landað er í Verkefnasjóð er afli sem landað er utan afla­marks þess skips sem veiðir afl­ann og renn­ur 20 % af and­virði afl­ans Verk­efna­sjóð sjáv­ar­út­vegs en 80% til útgerðarinnar. Fiski­stofa bend­ir á að skýrt þurfi að koma fram við lönd­un ef landa á ufsa í Verkefnasjóð og hann sér­stak­lega merkt­ur til þess. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Ingi Rúnar AK 35 Grásleppunet
Grásleppa 1.317 kg
Þorskur 148 kg
Samtals 1.465 kg
18.4.24 Guðrún AK 9 Grásleppunet
Grásleppa 638 kg
Þorskur 65 kg
Samtals 703 kg
18.4.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 3.294 kg
Skarkoli 178 kg
Grásleppa 152 kg
Ýsa 138 kg
Samtals 3.762 kg
18.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Grásleppa 1.471 kg
Þorskur 220 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 1.750 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Ingi Rúnar AK 35 Grásleppunet
Grásleppa 1.317 kg
Þorskur 148 kg
Samtals 1.465 kg
18.4.24 Guðrún AK 9 Grásleppunet
Grásleppa 638 kg
Þorskur 65 kg
Samtals 703 kg
18.4.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 3.294 kg
Skarkoli 178 kg
Grásleppa 152 kg
Ýsa 138 kg
Samtals 3.762 kg
18.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Grásleppa 1.471 kg
Þorskur 220 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 1.750 kg

Skoða allar landanir »