Ísland í samkeppni við Kísildalinn

Ingi Björn Sigurðsson, verkefnastjóri hjá Icelandic Startups.
Ingi Björn Sigurðsson, verkefnastjóri hjá Icelandic Startups. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nýsköpun hefur aldrei verið mikilvægari en nú, segir Ingi Björn Sigurðsson, verkefnastjóri hjá Icelandic Startups, en fyrirtækið stendur nú fyrir viðskiptahraðlinum „Til sjávar og sveita“. Hraðallinn er sá fyrsti hér á landi til að beinast að nýjum lausnum og sjálfbærri verðmætasköpun í landbúnaði og sjávarútvegi.

Þetta verður fimmtándi hraðallinn hjá okkur í Icelandic Startups, en þetta er í fyrsta sinn sem við einbeitum okkur aðeins að nýsköpun í íslenskum landbúnaði og sjávarútvegi. Þegar höfum við keyrt „Startup Reykjavík“ nokkrum sinnum frá árinu 2012, „Startup Energy“, sem fer aftur í gang núna í vor og loks „Startup Tourism“, sem er í gangi einmitt núna,“ segir Ingi Björn í samtali við 200 mílur.

Hann hefur að undanförnu ferðast vítt og breitt um landið og haldið kynningarfundi um þennan nýja hraðal.

„Það hefur vægast sagt gengið virkilega vel og viðtökurnar hafa farið fram úr okkar björtustu vonum. Það hefur verið nánast fullt út úr dyrum alls staðar þar sem við höfum farið og tugir umsókna hafa þegar borist,“ bætir hann við, en umsóknarfrestur rennur út fimmtudaginn 21. febrúar.

„Við erum því mjög bjartsýn og það er sérstaklega skemmtilegt að heyra frá öllu þessu fólki sem við höfum ekki endilega haft mikla snertingu við áður, þar sem hraðlarnir okkar hafa beinst í aðrar áttir til þessa. Í raun má segja að við séum að opna nýja glugga sem hingað til hafa verið lokaðir.“

„Það er verið að finna leiðir til að nýta auðlindirnar …
„Það er verið að finna leiðir til að nýta auðlindirnar og hráefnið betur,“ segir Ingi Björn. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Nýta auðlindir og hráefni betur

„Við finnum einnig fyrir mikilli undiröldu í báðum þessum geirum og það hefur síðustu misserin gerst oft á dag að við fáum hringingar frá fólki sem ýmist er með hugmyndir að nýju fyrirtæki eða komið með sitt eigið fyrirtæki af stað. Allt sem tengist mat er að taka stórkostlegum breytingum í dag og við megum ekki láta okkar eftir liggja hvað þessa þróun varðar. Þetta eru spennandi tímar.“

Spurður hvað í þessum hugmyndum felist segir Ingi Björn að nýsköpunin geti komið fram á margvíslegan máta.

„Það er verið að finna leiðir til að nýta auðlindirnar og hráefnið betur, finna nýja markhópa og loks verið að búa til tækni sem gerir ferlið frá uppruna til neytanda skilvirkara. Markmiðið um aukna sjálfbærni leikur svo auðvitað lykilhlutverk í þessu öllu. Hugmyndirnar sem við fáum á okkar borð snúast til að mynda að miklu leyti um að nýta einhver hráefni sem í dag er kastað til hliðar við vinnslu afurða.“

Nánari umfjöllun um viðskiptahraðalinn er að finna í sjávarútvegsblaði 200 mílna, sem fylgdi Morgunblaðinu á föstudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »