Ekki tækt að fara eftir tillögu Gildis

Flotinn í höfn. Hluthafafundur HB Granda verður haldinn síðar í …
Flotinn í höfn. Hluthafafundur HB Granda verður haldinn síðar í dag. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Stjórn HB Granda segir það ekki tækt að fara eftir tillögu Gildis lífeyrissjóðs, þess efnis að hluthafafundur félagsins tilnefni þrjá fulltrúa ótengda Útgerðarfélagi Reykjavíkur, til að annast verklýsingu og samningsgerð við Kviku banka um athugun bankans á kaupum HB Granda á útgerðinni Ögurvík.

Þetta kemur fram í greinargerð stjórnarinnar með breytingartillögu sem hún hefur lagt fram fyrir stjórnarfund félagsins, sem hefst klukkan 17 í dag, en með henni leggur stjórnin til breytingar á tillögu þeirri sem lífeyrissjóðurinn Gildi hafði þegar lagt fram.

Athygli vakti í síðustu viku að ÚR lýsti yfir vilja …
Athygli vakti í síðustu viku að ÚR lýsti yfir vilja til að hætta við við sölu fé­lags­ins á Ögur­vík til HB Granda. mbl.is/Eggert

Stjórnin hafi uppfyllt lagaskyldu sína

Leggur stjórnin helst til að eftirfarandi setning verði felld brott úr tillögu Gildis: „Hluthafafundur skal skipa þrjá fulltrúa hluthafa ótengda Útgerðarfélagi Reykjavíkur hf. til að annast nánari verklýsingu og samningsgerð vegna gerðar álitsins.“

Í greinargerð stjórnarinnar er fullyrt að hún hafi, í aðdraganda samningsgerðar um kaup á öllu hlutafé Ögurvíkur hf., aflað matsgerða og sérfræðiskýrslu um verðmæti hlutafélagsins, auk þess að meta sérstaklega áhrif kaupanna á framtíðarrekstur HB Granda.

Með þessu hafi hún uppfyllt lagaskyldu sína skv. 95. gr. a. laga nr. 2/1995 vegna viðskipta tengdra aðila, auk þess að fjalla um og staðreyna hagkvæmni fjárfestingarinnar fyrir HB Granda. Í umræddri lagagrein sé fjallað um það hvernig taka skuli á þeim aðstæðum sem uppi séu í þessu máli, þ.e. veruleg viðskipti á milli tengdra aðila.

„Er því ekki um að ræða aðstæður sem lög hafa ekki þegar tekið á og lagt línur um það hvernig farið skuli að.“

Í greinargerð stjórnarinnar er fullyrt að hún hafi aflað matsgerða …
Í greinargerð stjórnarinnar er fullyrt að hún hafi aflað matsgerða og sérfræðiskýrslu um verðmæti Ögurvíkur, lögum samkvæmt. mbl.is/Þröstur Njálsson

Valdheimildir og ábyrgð í fullkominni óvissu

Enn fremur segir í greinargerðinni að með breytingartillögunni vilji stjórnin koma til móts við þá tillögu Gildis, að framkvæma viðbótar óháð mat á viðskiptunum og verðum hlutanna í Ögurvík ehf., þannig að hluthafar geti glöggvað sig á forsendum ákvörðunar stjórnar og tekið upplýsta afstöðu til fyrirliggjandi tillögu með þeim viðbótargögnum og upplýsingum sem hluthafafundur kunni að kalla eftir.

Bent er á að í fyrirliggjandi tillögu lífeyrissjóðsins sé lagt til að hluthafafundur tilnefni þrjá fulltrúa hluthafa ótengda Útgerðarfélagi Reykjavíkur til að annast nánari verklýsingu og samningsgerð við Kviku banka, eins og áður sagði.

„Telur stjórn að ekki sé tækt að fela ótilgreindum aðilum slíkt verkefni, þar sem valdheimildir þeirra og ábyrgð eru í fullkominni óvissu að lögum. Hlutafélagalög og samþykktir HB Granda gera ekki ráð fyrir því að hluthafundur skipi „ad hoc“ nefnd sem taki að sér verkefni sem stjórn er ætlað að leysa. Stjórn félags ber skv. hlutafélagalögum ábyrgð á rekstri félags á milli aðalfunda og því væri eðlilegt að ákveði hluthafafundur að afla mats áður en hann tekur afstöðu til tillögu stjórnar á grundvelli 95. gr. a að stjórn annaðist öflun slíks mats,“ segir í greinargerð stjórnarinnar.

„Þá er ekki að finna í tillögu Gildis tillögu um það hvernig eigi að standa að vali umræddra manna, hvaða hæfi þeir skuli hafa eða hvernig þeir eigi að haga vinnu sinni. Um er að ræða viðskiptalega ákvörðun sem stjórn tók með fyrirvara um samþykki hluthafafundar sem er eðlilegt að hún leggi tillögu sína fyrir hluthafafund með öllum þeim gögnum og upplýsingum sem hluthafar krefjast af stjórninni að viðlagðri sinni ábyrgð að lögum og samþykktum félagsins.“

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, er aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, er aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vilja hætta við söluna

Eins og áður sagði verður hluthafafundur HB Granda haldinn á eftir klukkan 17. Samkvæmt dagskrá sem gefin var út í síðustu viku hefst fundurinn á tillögu Gildis um málsmeðferð og frekari undirbúning vegna þeirrar tillögu sem svo næst er á dagskrá, sem lýtur að staðfestingu hluthafafundar á ákvörðun stjórnarinnar um kaup á öllu hlutafé Ögurvíkur.

Athygli vakti í síðustu viku að Útgerðarfé­lag Reykja­vík­ur, sem áður hét Brim og er stærsti eig­andi í HB Granda, lýsti yfir vilja til að hætta við við sölu fé­lags­ins á Ögur­vík til HB Granda. Guðmundur Kristjánsson er aðaleigandi ÚR og um leið forstjóri HB Granda, en yfirlýsing ÚR kom í kjölfar tillögu Gildis um að kaupin og skilmálar þeirra yrðu skoðuð nánar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 439,94 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 564,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 210,06 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 117,89 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 169,31 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,82 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 179,96 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Elley EA 250 Grásleppunet
Grásleppa 1.558 kg
Samtals 1.558 kg
24.4.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 899 kg
Þorskur 88 kg
Ufsi 16 kg
Samtals 1.003 kg
24.4.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Grásleppunet
Grásleppa 290 kg
Þorskur 45 kg
Skarkoli 33 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 371 kg
24.4.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 866 kg
Ufsi 71 kg
Þorskur 36 kg
Samtals 973 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 439,94 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 564,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 210,06 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 117,89 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 169,31 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,82 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 179,96 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Elley EA 250 Grásleppunet
Grásleppa 1.558 kg
Samtals 1.558 kg
24.4.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 899 kg
Þorskur 88 kg
Ufsi 16 kg
Samtals 1.003 kg
24.4.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Grásleppunet
Grásleppa 290 kg
Þorskur 45 kg
Skarkoli 33 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 371 kg
24.4.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 866 kg
Ufsi 71 kg
Þorskur 36 kg
Samtals 973 kg

Skoða allar landanir »