Minnir á Bakkabræður

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda. mbl.is/Kristinn Magnússon

Veiðigjöld á útgerðir eru ósanngjörn og gríðarlegur munur er á veiðigjöldum eftir fisktegundum. Sá reiknigrunnur sem stjórnvöld ákváðu að nota við útreikning veiðigjalda minnir svolítið á þegar Bakkabræður reyndu að bera birtu inn í hús sitt í fötu.

Þetta segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda og eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur, í grein sem hann ritar í Morgunblaðið í dag.

Fullyrðir hann að mjög erfitt hafi verið að skilja umræðu um veiðgjöld á sjávarútveginn á síðustu árum.

Mishátt á hverja fisktegund

„Mikill misskilningur er í gangi að þessi gjöld séu lögð á útgerðarfyrirtæki. Það er ekki rétt. Heldur eru veiðigjöldin lögð á fisktegundir. Gjaldið er mishátt á hverja fisktegund og er gjaldið ákveðið eftir formúlu sem mjög erfitt er að skilja,“ skrifar Guðmundur.

„En greiðendur að þessu veiðigjaldi eru þau útgerðarfyrirtæki sem eiga fiskiskipin sem veiða fisktegundir við Íslandsstrendur. Þegar útgerðarfyrirtækið fær reikning frá Fiskistofu þá er grundvöllur reiknings Fiskistofu byggður á veiði ákveðins fiskiskips fyrir liðinn mánuð. Á reikningnum er sundurliðuð veiði á hverri fisktegund hjá þessu ákveðna fiskiskipi,“ bætir hann við og bendir á að það fiskiskip sem um ræði sé með ákveðið númer, skipaskrárnúmer, sem sé kennitala fiskiskipsins í opinberum skrám.

„Þegar stjórnvöld hófu álagningu veiðigjalds var það lagt á aflamark hvers fiskiskips eins og úthlutn var 1. september ár hvert. Þannig borguðu þau fiskiskip/útgerðarfyritæki sem höfðu aflamark gjaldið. En á árinu 2016 var þessu breytt þannig að þau skip sem veiða aflann í hverjum mánuði fá reikninginn núna. Þau fiskiskip sem veiða mikinn afla greiða þar af leiðandi háar fjárupphæðir í veiðigjöld í hverjum mánuði.“

Guðmundur segir aðferðafræðina gera það að verkum að gjaldið verði …
Guðmundur segir aðferðafræðina gera það að verkum að gjaldið verði mjög ósanngjarnt á milli fisktegunda. mbl.is/Árni Sæberg

Skaði hagsmuni þjóðarinnar

„Það sem undirritaður hefur áhyggjur af og hefur reyndar reynt að benda á margoft á síðastliðnum árum er að þetta veiðigjald er mjög ósanngjarnt. Þegar grannt er skoðað þá er gríðarlegur munur á veiðigjaldi á milli fisktegunda. Gjaldskráin er birt opinberlega og er hægt að sjá hana á heimasíðu Fiskistofu. (http://www.fiskistofa.is/fiskveidistjorn/veidigjold/) Ástæða þess að það er svona mikill munur á veiðigjaldi á hverja fisktegund er hvernig stjórnvöld ákváðu reiknigrunn sem notaður er til viðmiðunar til að finna út veiðigjald á hverja fisktegund. Þessi reiknigrunnur minnir mig svolítið á þegar Bakkabræður reyndu að bera birtu inn í hús sitt í fötu,“ skrifar Guðmundur.

„Þessi reiknigrunnur byggist í einföldu máli á því að reikna afkomu fiskiskips af veiðum á hverri fisktegund í hverri veiðiferð. Við ákvörðun á verðmæti hverrar fisktegundar er miðað við aflaverðmæti hverrar fisktegundar yfir bryggjukantinn þegar afla er landað í fiskihöfn. Ekkert tillit er tekið til hvort þetta er afurð eða hvort þetta er hráefni til frekari vinnslu í fiskvinnslu í landi.

Þessi aðferðafræði gerir það að verkum að gjaldið verður mjög ósanngjarnt á milli fisktegunda. Ef fisktegund er unnin um borð í fiskiskipi er henni landað sem endanlegri afurð og það verður til um borð í fiskiskipinu verðmætaaukning við að framleiða afurð úr hráefni fisksins. Reiknigrunnur stjórnvalda tekur ekki tillit til þess að þarna er um verðmætaaukningu að ræða sem verður til úti á sjó.“

Grein Guðmundar í heild sinni má lesa í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 496,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 362,62 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 343 kg
Ýsa 113 kg
Karfi 7 kg
Samtals 463 kg
19.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.105 kg
Karfi 23 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.131 kg
19.4.24 Guðrún GK 96 Grálúðunet
Grásleppa 345 kg
Samtals 345 kg
18.4.24 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Ufsi 1.163 kg
Þorskur 189 kg
Karfi 6 kg
Samtals 1.358 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 496,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 362,62 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 343 kg
Ýsa 113 kg
Karfi 7 kg
Samtals 463 kg
19.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.105 kg
Karfi 23 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.131 kg
19.4.24 Guðrún GK 96 Grálúðunet
Grásleppa 345 kg
Samtals 345 kg
18.4.24 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Ufsi 1.163 kg
Þorskur 189 kg
Karfi 6 kg
Samtals 1.358 kg

Skoða allar landanir »