Rannsökuðu kóralsvæði við Ísland

Kóralar undan ströndum Íslands. Myndin er tekin á 510 metra …
Kóralar undan ströndum Íslands. Myndin er tekin á 510 metra dýpi út af Jökultungu. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Finna má kaldsjávarkóralsvæði á landgrunnskantinum fyrir sunnan land, og finnast kóralar helst á hryggjum sem ganga þvert á Lónsdjúp, sem staðsett er á kantinum suðaustur af Íslandi. Algengasta tegundin sem veiðist þar er keila, en tvöfalt meira er af henni á hryggjunum en utan þeirra.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í grein sem starfsmenn Hafrannsóknastofnunar, þeir Stefán Áki Ragnarsson og Julian Mariano Burgos, birtu nýverið í vísindaritinu Marine Environmental Research. Greint er frá þessu á vef stofnunarinnar og segir þar að rannsóknin hafi beinst að tengslum fiska og kóralsvæða.

Hryggirnir ganga þvert á Lónsdjúp, suðaustur af Íslandi.
Hryggirnir ganga þvert á Lónsdjúp, suðaustur af Íslandi. Kort/mbl.is

Fiskisamfélögin frábrugðin á hryggjunum

„Á árunum 2009 og 2010 fóru fram tveir leiðangrar þar sem samsetning og þéttleiki fiska sem veiddust á línu á hryggjunum innan Lónsdjúps sem og utan þeirra var könnuð. Algengasta tegundin sem veiddist var keila, og var afli hennar tvöfalt meiri á hryggjunum en utan þeirra,“ segir í samantektinni.

Gerð fiskisamfélaga á hryggjunum hafi þá verið frábrugðin því sem var að finna utan þeirra.

„Þeir þættir sem útskýrðu þennan mun þegar unnið var úr gögnunum með margþáttagreiningu, var botnlag, staðsetning innan rannsóknarsvæðis, sem og magn kórals. Fæða keilu sem veiddist á hryggjunum samanstóð m. af fiski og margvíslegum kröbbum meðan að humar var ríkjandi utan þeirra. Á línuna veiddust margvíslegir kaldsjávarkóralar sem og ýmsar aðar viðkvæmar tegundir botndýra.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 1.264 kg
Þorskur 164 kg
Skarkoli 115 kg
Rauðmagi 20 kg
Samtals 1.563 kg
25.4.24 Loftur HU 717 Handfæri
Þorskur 408 kg
Karfi 74 kg
Ufsi 35 kg
Samtals 517 kg
25.4.24 Von HU 170 Grásleppunet
Grásleppa 1.092 kg
Skarkoli 590 kg
Þorskur 502 kg
Ýsa 97 kg
Steinbítur 6 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 2.290 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 1.264 kg
Þorskur 164 kg
Skarkoli 115 kg
Rauðmagi 20 kg
Samtals 1.563 kg
25.4.24 Loftur HU 717 Handfæri
Þorskur 408 kg
Karfi 74 kg
Ufsi 35 kg
Samtals 517 kg
25.4.24 Von HU 170 Grásleppunet
Grásleppa 1.092 kg
Skarkoli 590 kg
Þorskur 502 kg
Ýsa 97 kg
Steinbítur 6 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 2.290 kg

Skoða allar landanir »