Aukinn afli, minni verðmæti

Afla dagsins landað á Norðurfirði. Bent er á að á …
Afla dagsins landað á Norðurfirði. Bent er á að á þeim árum sem strandveiðar hafi verið stundaðar hafi þær vakið stemningu í höfnum landsins. mbl.is/Árni Sæberg

Staða strandveiða er óljósari nú en oft áður. Aldrei hafa jafn miklar aflaheimildir verið settar inn í kerfið og á síðasta ári, en þrátt fyrir það hafa aldrei jafn fáir bátar sótt strandveiðarnar frá því þær hófust árið 2009.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum úttektar sem Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri vann fyrir atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, og birt var nú í vikunni.

Áhrifin aðeins skammvinn

Í niðurstöðum hennar segir meðal annars að vegna lélegs afurðaverðs á mörkuðum hafi aukinn afli ekki skilað sjómönnum meiri fjármunum. Þess í stað hafi heildaraflaverðmæti á bát að meðaltali verið lægri en árið 2016, þrátt fyrir að hver bátur hafi aflað um 20-30% meira.

Einnig er bent á að á þeim árum sem strandveiðar hafi verið stundaðar hafi þær vakið stemningu í höfnum landsins. Sérstaklega í smáum höfnum sem liggi nálægt gjöfulum fiskimiðum.

„Arnarstapi er dæmi um eina slíka en í byrjun maímánaðar er ekki óalgengt að sjá um 40-50 báta bundna saman í þremur lengjum út frá bryggjukantinum,“ segir í úttektinni.

Þrátt fyrir þennan fjölda af bátum séu áhrifin þó skammvinn fyrir samfélagið, því sjómennirnir séu oft og tíðum einungis staddir á svæðinu á meðan opið er fyrir veiðar. Þannig marki einstaklingur ekki djúp spor er hann komi út á land til þess eins að stunda strandveiði.

Rifjað er upp að á fyrsta ári strandveiða hafi hámarksafli verið bundinn við magn upp úr sjó, sama hvaða tegund fiskaðist. Það hafi haft þann galla í för með sér að lítill hvati var til að hirða allan afla sem kom inn fyrir borðstokkinn ef það var eitthvað annað en þorskur. Því hafi verið ákveðið að festa hámarkskvótann í þorskígildi og það reynst vel næstu árin, á meðan verð á ufsa fór hækkandi.

„Þetta gaf strandveiðisjómönnum auka leið til að bjarga róðri með mannsæmandi aflaverðmætum ef þorskurinn var tregur til en ufsinn var að gefa sig,“ segir í úttektinni.

Nokkur umræða hefur verið um það hvort tengja megi strandveiðar …
Nokkur umræða hefur verið um það hvort tengja megi strandveiðar ferðaþjónustu. mbl.is/Alfons

Stuðullinn getur reynst erfiður

„Meðan verð fer hækkandi er þorskígildisstuðullinn að vinna með strandveiðisjómönnum þar sem hann er reiknaður út frá verði síðasta árs.“

Um leið og verð fari lækkandi geri stuðullinn sjómönnum erfitt fyrir að fiska aukategundir, því verðmætin séu ekki nægilega mikil.

„Þrátt fyrir að verð á ufsa hafi lækkað úr 164 kr/kg árið 2015 í 69 kr/kg árið 2017 breyttist þorskígildisstuðullinn lítið, eða úr 0,81 í 0,79. Á fiskveiðiárinu 2017/18 er stuðullinn 0,72. Ef borið er saman meðalverð á þorski og ufsa á strandveiðum hefði stuðullinn átt að vera 0,35. Þorskígildisstuðullinn reiknast þó einnig út frá aflaverðmætum sem fást frá öðrum veiðarfærum á ufsa. Verð fyrir ufsaafla frá öðrum veiðarfærum er enn nokkuð hátt og annað en verð til strandveiðisjómanna og því lækkar þorskígildisstuðullinn ekki.“

Fóru inn til að afla veiðireynslu

Athygli vekur að vikið er að því í úttektinni að nokkrir aðilar sem rætt hafi verið við, í nokkurs konar bryggjuspjalli, nefndu að ein meginástæða þess að þeir hefðu upphaflega farið í kerfið hefði verið til að afla veiðireynslu ef ske kynni að kerfið yrði aflagt og strandveiðisjómönnum úthlutað aflamarki byggðu á veiðireynslunni.

Segir þá að jafnvel þó að strandveiðar hafi ekki náð takmarki sínu með nýliðun innan greinarinnar, sé vert að hafa í huga að mikil samkeppni ríki almennt um vinnuafl á Íslandi.

„Strandveiðar hafa glætt margar litlar hafnir úti á landi sem áður höfðu tapað aflaheimildum nýju lífi og hafa veiðarnar hleypt mönnum inn sem sáu sér ekki fært að komast inn í kerfið eins og það var áður.“

Ferðamennskan framtíðin?

Að lokum segir í úttektinni að erfitt sé að spá fyrir um framtíðarhorfur strandveiða. Verð á ufsa sé enn lágt á mörkuðum og hafi lækkað örlítið frá ágúst til september á síðasta ári.

„Ef ekkert breytist varðandi meðafla verður ufsaafli því að öllum líkindum í lágmarki á komandi strandveiðum.“

Nokkur umræða hefur verið um það hvort tengja megi strandveiðar ferðaþjónustu, en þekkt er að ferðamenn heillast margir hverjir af sjarma strandveiðanna þegar þeir sjá lífið í kringum litlar hafnir.

Fullyrt er hins vegar að ekki sé sjálfgefið að ferðamönnum verði leyft að borga fyrir að fara einn túr með strandveiðibát.

„Strandveiðihafnir hafa misgott aðgengi að ferðamönnum og gæti slíkt líklega skapað aukatekjur fyrir sjómenn í höfnum þar sem það er gott. Undirbúa þyrfti reglur í kringum þetta því ef slys verða við slíka ferðamennsku gæti það haft afdrifaríkar afleiðingar. Ljóst er því að skapa þyrfti gífurlega flókið regluverk til að sameina þetta tvennt og stangast það verulega á við einfaldleika strandveiðanna.“

Fjallað er nánar um úttektina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.4.24 477,85 kr/kg
Þorskur, slægður 17.4.24 568,87 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.4.24 324,35 kr/kg
Ýsa, slægð 17.4.24 266,28 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.4.24 217,36 kr/kg
Ufsi, slægður 17.4.24 257,51 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 17.4.24 163,22 kr/kg
Litli karfi 16.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.4.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Ýsa 10.061 kg
Karfi 5.572 kg
Langa 958 kg
Samtals 16.591 kg
17.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Ýsa 1.544 kg
Steinbítur 551 kg
Þorskur 240 kg
Hlýri 99 kg
Skarkoli 96 kg
Langa 10 kg
Keila 6 kg
Karfi 2 kg
Samtals 2.548 kg
17.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.222 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 36 kg
Samtals 2.066 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.4.24 477,85 kr/kg
Þorskur, slægður 17.4.24 568,87 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.4.24 324,35 kr/kg
Ýsa, slægð 17.4.24 266,28 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.4.24 217,36 kr/kg
Ufsi, slægður 17.4.24 257,51 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 17.4.24 163,22 kr/kg
Litli karfi 16.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.4.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Ýsa 10.061 kg
Karfi 5.572 kg
Langa 958 kg
Samtals 16.591 kg
17.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Ýsa 1.544 kg
Steinbítur 551 kg
Þorskur 240 kg
Hlýri 99 kg
Skarkoli 96 kg
Langa 10 kg
Keila 6 kg
Karfi 2 kg
Samtals 2.548 kg
17.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.222 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 36 kg
Samtals 2.066 kg

Skoða allar landanir »