Aflaheimildir í ufsa brenni inni ár hvert

Strandveiðiflotinn á Grundarfirði speglar sig eftir sumarið. Mynd úr safni.
Strandveiðiflotinn á Grundarfirði speglar sig eftir sumarið. Mynd úr safni. mbl.is/Gunnar Kristjánsson

Niðurstöður úttektar Sjáv­ar­út­vegs­miðstöðar Há­skól­ans á Ak­ur­eyri á strandveiðum gefa tilefni til að endurskoða tiltekna þætti í kerfinu, meðal annars varðandi nýliðun í greininni og hvernig nýting og virði hráefnis sé hámarkað.

Þetta segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra í samtali við 200 mílur.

„Sú vinna er í samræmi við það sem mælt er fyrir um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, um að vega og meta fyrirkomulag þeirra aflaheimilda sem ríkið fer með forræði yfir,“ segir ráðherra.

„Þá þarf samhliða þessari vinnu að skoða leiðir til að auka öryggi þeirra sem starfa í kerfinu.“

Axel Helgason, formaður Landssambands smábátaeigenda, segir ýmislegt gagnlegt hægt að finna í úttektinni.

„Til að mynda þorskígildisstuðlar tegunda sem við erum að veiða, eins og ufsans. Þegar ufsaverð hrynur þarna úr einhverjum 164 krónum niður í 69 krónur, þá stendur þorskígildið enn nánast í stað. Það fellur um einhver þrjú prósent,“ segir Axel og bendir á að sjómenn borgi því í raun fyrir að landa ufsanum.

„Sérstaklega á strandveiðunum, því þó að meðaltal á fiskmörkuðum sé 64 krónur, þá er þetta litla magn sem kemur í veiðunum, kannski 20 til 80 kíló í róðri; það fer á svo svona 15 til 24 krónur og nær því ekki einu sinni upp í veiðigjöld og annan fastan kostnað.“

Axel segir það gott að þessu séu gerð skil, enda hafi LS bent á þetta ósamræmi lengi.

„Á hverjum fiskveiðiáramótum brenna inni heimildir í ufsa upp á nokkur þúsund tonn. Við höfum ávallt beðið um að ufsinn teljist ekki til aflahámarks á strandveiðum. Þetta hefur ekki náð fram að ganga, sem er bagalegt því þetta dæmi með ufsann á einnig við línuveiðar þar sem um lítið magn er að ræða.“

Bryggjuspjallið bagalegt

Hann tekur ekki undir það sem fullyrt er í skýrslunni, að nýliðun í strandveiðum hafi mistekist.

„Í niðurstöðunum segir þrátt fyrir allt að 36% þeirra, sem voru við veiðar á síðasta ári, hafi hafið útgerð sína á strandveiðum. Mín persónulega skoðun er sú að það sé bara nokkuð hátt hlutfall.“

Að lokum gerir Axel nokkrar athugasemdir við framkvæmd úttektarinnar, þar á meðal við þá ákvörðun skýrsluhöfunda að láta með fylgja útdrætti úr óformlegu spjalli við strandveiðisjómenn.

„Það er bagalegt að taka eitthvert bryggjuspjall inn í þetta, með ýmsum vangaveltum sem enginn fótur er fyrir í raunveruleikanum. Ef þetta skjal á að vera eitthvað sem mark er á takandi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »