Bálkakeðjan á erindi við fiskinn

Þór Sigfússon, stjórnarformaður Sjávarklasans.
Þór Sigfússon, stjórnarformaður Sjávarklasans. mbl.is/RAX

Með bálkakeðjutækninni væri hægt að auka sjálfvirkni í viðskiptum með fisk og bjóða upp á meiri rekjanleika. Fara þarf varlega í sakirnar og kynnast tækninni betur áður en tekin væru risaskref. Hugbúnaðarlausnirnar sem þróa þarf fyrir sjávarútveginn gætu orðið útflutningsvara, rétt eins og fiskvinnsluvélarnar.

Undanfarnar vikur og mánuði hafa fjölmiðlar verið duglegir að flytja fréttir af mikilli verðhækkun rafmyntarinnar bitcoin. Margir sérfræðingar benda þó á að verðþróun bitcoin sé í reynd aðeins smáfrétt og mun merkilegra sé hvernig bálkakeðjutæknin (e. blockchain), sem bitcoin og aðrar rafmyntir byggjast á, hafi alla burði til að gjörbreyta því hvernig viðskipti eru stunduð.

Þór Sigfússon hjá Sjávarklasanum segir bálkakeðjuna m.a. geta átt erindi við íslenskan sjávarútveg og að ekki sé seinna vænna fyrir fyrirtækin í greininni að leita leiða til að taka þessa nýju tækni í sína þjónustu. Sjávarklasinn birti á dögunum forvitnilega greiningu á notkunarmöguleikum bálkakeðju í sjávarútvegi þar sem kom í ljós að notkunarmöguleikarnir geta verið ótalmargir.

Bálkakeðjutæknin er sögð hafa alla burði til að gjörbreyta því …
Bálkakeðjutæknin er sögð hafa alla burði til að gjörbreyta því hvernig viðskipti eru stunduð. Mynd tekin í gagnaveri í Rússlandi. AFP

Örugg skráning

Bálkakeðjunni má best lýsa sem einni samræmdri skrá sem dreift er á marga staði. Það að skráin skuli ekki geymd á einum stað þýðir að enginn einn getur tekið sig til og breytt þeim upplýsingum sem skráin geymir, en að auki er tæknin þannig gerð að ekki þarf millilið til að halda utan um skrána.

Þór þykir auðveldast að skilja öryggi bálkakeðjunnar með því að bera hana saman við Harry Potter-bækurnar. „Ef ég tæki eina Harry Potter-bók og breytti henni, þá gæti ég ekki sannfært neinn um að breytti textinn væri í raun sá upprunalegi, nema ég tæki mig til og breytti sama texta í hverri einustu Harry Potter-bók hjá öllum bókasöfnum í heiminum.“

Í tilviki bitcoin er bálkakeðjan notuð til að skrásetja á öruggan og áreiðanlegan hátt hver á hvaða rafmynt, en í tilviki sjávarútvegsins mætti t.d. nota bálkakeðjuna til að halda utan um upprunaskráningar sjávarafurða eða gera sjálfvirka „forritanlega“ kaup- og sölusamninga þar sem greiðslur fara sjálfkrafa á milli aðila þegar búið er að fullnægja ákveðnum skilyrðum, s.s. um gæði vörunnar eða afhendingartíma.

Það öryggi sem bálkakeðjan býður upp á þýðir að hún hentar m.a. vel til að skrá rekjanleika-upplýsingar.

Brýnt að halda utan um uppruna og gæði

„Fyrir þær sakir á tæknin alveg sérstaklega erindi við atvinnugreinar sem framleiða hágæðavöru, líkt og íslenskur sjávarútvegur gerir. Það er brýnt fyrir okkur að halda utan um uppruna og gæði vörunnar og nota kerfi þar sem er illgerlegt eða ómögulegt að falsa skráningar. Kaupandinn getur þá stólað á að hann er að fá þá vöru sem honum hefur verið lofað,“ segir Þór.

Hann bætir við að matvælaframleiðendur um allan heim glími við matvælafölsun, en með bálkakeðjutækni skapist möguleiki á að smíða kerfi sem bjóða upp á ódýra og örugga upprunaskráningu og rekjanleika matvæla.

Samtalið við Þór í fullri lengd birtist í ViðskiptaMogganum fimmtudaginn 4. janúar.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 444,18 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 311,54 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 152,48 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 133,87 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 920 kg
Þorskur 93 kg
Samtals 1.013 kg
19.4.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 641 kg
Ufsi 240 kg
Karfi 229 kg
Samtals 1.110 kg
19.4.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 691 kg
Þorskur 170 kg
Samtals 861 kg
19.4.24 Sindri BA 24 Grásleppunet
Grásleppa 608 kg
Þorskur 16 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 633 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 444,18 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 311,54 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 152,48 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 133,87 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 920 kg
Þorskur 93 kg
Samtals 1.013 kg
19.4.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 641 kg
Ufsi 240 kg
Karfi 229 kg
Samtals 1.110 kg
19.4.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 691 kg
Þorskur 170 kg
Samtals 861 kg
19.4.24 Sindri BA 24 Grásleppunet
Grásleppa 608 kg
Þorskur 16 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 633 kg

Skoða allar landanir »