Gera ráð fyrir auknu útflutningsverðmæti

Útflutningsverðmæti í sjávarútvegi dregst saman um ríflega 7% á milli …
Útflutningsverðmæti í sjávarútvegi dregst saman um ríflega 7% á milli ára samkvæmt spánni. mbl.is/RAX

Útflutningsverðmæti sjávarafurða á þessu ári mun nema 210 til 220 milljörðum króna í ár og þannig dragast saman um ríflega 7% á milli ára. Á komandi ári er hins vegar gert ráð fyrir 4% aukningu útflutningsverðmætis vegna veikara gengis krónu, hærra heimsmarkaðsverðs og aukins kvóta.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Íslandsbanka um stöðu og framtíðarhorfur íslensks sjávarútvegs, en þar segir að útflutningsverðmæti sjávarafurða nemi 20% af gjaldeyristekjum hagkerfisins af vöru- og þjónustuútflutningi.

Þorskur verðmætasta tegundin

Samkvæmt skýrslunni nam útflutt magn sjávarafurða á árinu 2016 tæpum 580 þúsund tonnum. Er það um 8,2% minna en árið 2015 og er 128 þúsund tonnum undir langtímameðaltali. Samdrátturinn er sagður skýrast einna helst af minni veiðum.

Verðmæti útflutnings sjávarafurða á síðasta ári nam um 232 milljörðum króna, sem er tæpum 37 milljörðum króna minna en á árinu 2015, miðað við verðlag síðasta árs. Þorskur var verðmætasta útflutningstegundin og nam verðmæti hans 100 milljörðum króna á árinu, eða um 43% af heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða.

Samdráttur í útfluttu magni er sagður skýrast einna helst af …
Samdráttur í útfluttu magni er sagður skýrast einna helst af minni veiðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gengi krónu verði á svipuðum slóðum

Greint er frá því að tekjur sjávarútvegsfélaga hafi á síðasta ári numið 249 milljörðum króna og lækkað um 31 milljarð á föstu verðlagi, eða um 11%. Þróun teknanna hafi litast af mikilli gengisstyrkingu krónunnar.

Loks spáir Íslandsbanki að meðaltali tæplega 4% hækkun olíuverðs á árinu 2018 og ríflega 2% hækkun á árinu 2019. Einnig er talið að gengi krónu verði á svipuðum slóðum á komandi fjórðungum og það hefur að jafnaði verið það sem af er þessu ári.

Runólfur Geir Benediktsson, forstöðumaður sjávarútvegsteymis Íslandsbanka, segir í skýrslunni að Ísland hafi fest sig í sessi á meðal fremstu fiskveiðiþjóða heims og sé nú í 19. sæti yfir stærstu fiskveiðiþjóðir í heimi.

Miklir hagsmunir fólgnir í Bretlandi

„Skilar greinin næstmestum útflutningsverðmætum inn í íslenskt þjóðarbú og er rótgróinn þáttur í menningu lands og atvinnulífi. Út frá þessum mælikvörðum og fleiri er staða íslensks sjávarútvegs sterk og við getum því verið stolt af því að vera ein farsælasta sjávarútvegsþjóð heims.

Á nýliðnu ári kreppti að samkeppnishæfni sjávarútvegsfyrirtækja á alþjóðavísu m.a. vegna fordæmalausrar styrkingar á íslensku krónunni. Þá voru einnig áframhaldandi sviptingar hjá helstu viðskiptaþjóðum greinarinnar. Þar ber helst að nefna gengisfall pundsins í kjölfar kosningar Breta um útgöngu úr Evrópusambandinu,“ skrifar Runólfur og heldur áfram:

„Bretland er stærsta viðskiptaþjóð íslensks sjávarútvegs og eru því miklir hagsmunir fólgnir í útflutningi sjávarafurða til Bretlands sem voru að verðmæti um 40 ma.kr. á árinu 2016. Þá gætir enn þá áhrifa vegna viðskiptabanns Rússlands og gjaldeyrishafta Nígeríu svo að dæmi séu tekin.“

Reiknað er með aukningu á aflamagni á árinu.
Reiknað er með aukningu á aflamagni á árinu. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Horfa björtum augum á líðandi ár

„Þrátt fyrir að áðurgreind þróun hafi haft töluverð neikvæð áhrif á rekstrarniðurstöðu sjávarútvegarins er arðsemi greinarinnar enn þá viðunandi og var hagnaður sjávarútvegsfélaga á árinu um 55 ma.kr. Aflabrögð íslensks sjávarútvegar hafa gengið nokkuð vel þar sem af er árinu 2017 þrátt fyrir verkfall í upphafi árs.

Reiknum við með aukningu á aflamagni á árinu og er það m.a. vegna aukinna aflaheimilda á þorski og öðrum botnfiski á því fiskiári sem hófst 1. september síðastliðinn. Þá voru heimildir fyrirtækja til að flytja aflamark á milli fiskveiðiára tvöfaldaðar vegna verkfalls sjómanna í upphafi árs. Er því tilefni til að horfa nokkuð björtum augum á líðandi ár í íslenskum sjávarútvegi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 8.181 kg
Þorskur 404 kg
Skarkoli 88 kg
Ýsa 78 kg
Samtals 8.751 kg
18.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 3.179 kg
Þorskur 460 kg
Skarkoli 160 kg
Ýsa 94 kg
Samtals 3.893 kg
18.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 1.581 kg
Ýsa 18 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.616 kg
18.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 923 kg
Ýsa 369 kg
Þorskur 199 kg
Hlýri 78 kg
Skarkoli 56 kg
Langa 25 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 1.668 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 8.181 kg
Þorskur 404 kg
Skarkoli 88 kg
Ýsa 78 kg
Samtals 8.751 kg
18.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 3.179 kg
Þorskur 460 kg
Skarkoli 160 kg
Ýsa 94 kg
Samtals 3.893 kg
18.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 1.581 kg
Ýsa 18 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.616 kg
18.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 923 kg
Ýsa 369 kg
Þorskur 199 kg
Hlýri 78 kg
Skarkoli 56 kg
Langa 25 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 1.668 kg

Skoða allar landanir »