„Líklega aldrei staðið sterkar“

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. mbl.is/Eggert

Sjávarútvegur á Íslandi hefur líklega aldrei staðið styrkari fótum en nú, og Íslendingar eru í fararbroddi hvað varðar sjálfbæra nýtingu auðlinda sjávarútvegs. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra á Sjávarútvegsdeginum, ráðstefnu á vegum Deloitte, SA og SFS sem lauk nú fyrir hádegi.

„Það er mjög merkilegt að hugsa til þess hversu langt við höfum náð á undanförnum árum,“ sagði Bjarni og bætti við að hann vildi hrósa fólki sem starfað hefði í atvinnugreininni í lengri tíma, og þannig farið í gegnum góðu árin en einnig þau erfiðu.

„Og nú getum við litið yfir sviðið og sagt, líklega höfum við aldrei staðið sterkar.“

Ósjaldan í kosningabaráttu þessi árin

Bjarni sagðist sífellt finna fyrir áhuga erlendis á góðu gengi sjávarútvegs hér á landi.

„Ekkert annað fiskveiðistjórnunarkerfi hefur heppnast svo vel að menn telji að það sé tilefni að setja á álögur,“ sagði hann og bætti við að víða væri því frekar öfugt farið.

Umhverfið hér á landi sagði hann hafa stuðlað að mikilli nýsköpun og nefndi fjölda nýrra skipa sem keypt hafa verið hingað til lands síðustu misseri.

„Maður fer ósjaldan í kosningabaráttu þessi árin,“ sagði hann svo og uppskar hlátur ráðstefnugesta í Hörpu.

„En í hvert sinn sem ég heimsæki fiskvinnslur þá sé ég nýja tækni. Svo er gaman að sjá þegar maður kemur um borð að skipin eru fyllt af tækjum og tólum sem byggja líka á íslensku hugviti,“ bætti hann við og benti á að umrædd þróun og fjárfestingar væru að skila bættum lífskjörum á Íslandi.

Samhljómur um auðlindaákvæði

„Það er fagnaðarefni að fyrirtækin geti farið í miklar fjárfestingar sem þessar. Þær eru ein helsta forsenda þess að við náum sífellt meiri verðmætum úr auðlindinni.“

Vísaði hann til þess að fyrir þrjátíu árum hafi íslenski fiskveiðiflotinn veitt tvöfalt meira en hann gerir í dag. Samt sem áður fáist meiri peningur fyrir heildaraflann.

Athygli vakti að Bjarni sagðist finna fyrir samhljómi á milli flokkanna um innleiðingu auðlindaákvæðis í stjórnarskrá. Sagðist hann telja að ágreiningur um önnur atriði sem lúta að sjávarútvegi stæði þó í vegi fyrir slíku ákvæði sem stendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »