Vilja íbúafund um fiskeldi

Laxeldi í Berufirði. Búlandstindur gnæfir yfir.
Laxeldi í Berufirði. Búlandstindur gnæfir yfir. mbl.is/Helgi Bjarnason

Sveitarstjórnir Fjarðabyggðar og Djúpavogshrepps hafa þungar áhyggjur af stöðu framtíðaruppbyggingar fiskeldis á Austfjörðum, út frá þeim forsendum sem áhættumat Hafrannsóknastofnunar byggir á.

Þetta kom fram á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar sem haldinn var í gær. Segir í fundargerð ráðsins að frekari umræða verði á vettvangi sveitarfélagsins um fiskeldismál á næstu misserum. Þá er stefnt að íbúafundi með haustinu til að upplýsa um stöðu mála.

Áhyggjur sveitarstjórnanna eru reistar á áhættumati sem Hafrannsóknastofnun gaf út fyrr í mánuðinum, en skýrsla stofnunarinnar var lögð fram á fundinum í gær.

Laxastofn Breiðdalsár í mestri hættu

Er meðal annars lagt til í skýrslunni að laxeldi verði ekki aukið í Berufirði. Þá er lagst gegn eldi í Stöðvarfirði vegna nálægðar við Breiðdalsá, en náttúrulegur laxastofn árinnar á í mestri hættu á að verða fyrir áhrifum af laxeldi, samkvæmt dreifingarlíkani stofnunarinnar.

Í ályktun sveitarfélaganna tveggja segir að atvinnuuppbygging á suðurfjörðum Vestfjarða sé til marks um að flest bendi til þess að fiskeldi feli í sér eitt helsta sóknarfæri jaðarbyggða í atvinnuþróun og samfélagslegri uppbyggingu.

Falast eftir fundi með ráðherra

„Í ljósi þess falast sveitarstjórnir Fjarðabyggðar og Djúpavogshrepps eindregið eftir fundi með ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála og forsvarsmönnum Hafrannsóknastofnunar við fyrsta tækifæri, svo fara megi yfir þau efnislegu rök sem standa til jafn umsvifamikillar skerðingar á fiskeldi á Austfjörðum og lagt er til í niðurstöðum áhættumatsins,“ segir í ályktuninni.

Jafnframt sé lögð áhersla á að stjórnvöld skjóti allri ákvarðanatöku á frest sem byggi með einhverju móti á áhættumatinu, þar til ljóst sé að forsendur matsins séu réttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 10.108 kg
Þorskur 718 kg
Ýsa 71 kg
Samtals 10.897 kg
27.3.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.233 kg
Þorskur 118 kg
Skarkoli 6 kg
Rauðmagi 4 kg
Þykkvalúra 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 1.366 kg
27.3.24 Júlía SI 62 Grásleppunet
Grásleppa 2.299 kg
Þorskur 251 kg
Rauðmagi 20 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 2.576 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 10.108 kg
Þorskur 718 kg
Ýsa 71 kg
Samtals 10.897 kg
27.3.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.233 kg
Þorskur 118 kg
Skarkoli 6 kg
Rauðmagi 4 kg
Þykkvalúra 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 1.366 kg
27.3.24 Júlía SI 62 Grásleppunet
Grásleppa 2.299 kg
Þorskur 251 kg
Rauðmagi 20 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 2.576 kg

Skoða allar landanir »