Ágreiningur við SA virðist djúpstæður

Það var Útvegsbændafélag Vestmannaeyja sem í báðum tilvikum lagði fram …
Það var Útvegsbændafélag Vestmannaeyja sem í báðum tilvikum lagði fram tillögur um endurskoðun á veru í SA og vinnudeilusjóð. mbl.is/Árni Sæberg

Í frétt í Morgunblaðinu 23. júní sl. var greint frá því að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hefðu samþykkt á aðalfundi sínum í maí að láta gera úttekt á kostum og göllum þess að vera áfram innan vébanda Samtaka atvinnulífsins (SA).

Af samtölum við formenn SFS og SA, þá Jens Garðar Helgason og Eyjólf Árna Rafnsson, mátti ráða að ekki væri um alvarlegan ágreining að ræða, en SFS samþykkti einnig tillögu um að vinnudeilusjóður SA yrði lagður niður og framlög í sjóðinn frá SFS yrðu endurgreidd með vöxtum.

Báðar tillögurnar voru lagðar fram af Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja. Morgunblaðið hefur tillögurnar og greinargerðir með þeim undir höndum. Þegar tillögurnar og greinargerðirnar eru skoðaðar er vart hægt að draga aðra ályktun en þá að ágreiningurinn sé djúpstæðari en formenn SFS og SA gáfu til kynna í samtölum við Morgunblaðið. Félagar í SFS hafa staðfest að svo sé.

Fyrri tillagan er svohljóðandi: „Aðalfundur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi leggur til að gerð verði úttekt á því hvort Samtökin eigi að vera áfram í Samtökum atvinnulífsins. Skoðaðir verði kostir og gallar þess að segja sig úr Samtökum atvinnulífsins með það fyrir augum að greiða atkvæði um ákvörðun um áframhaldandi veru eða úrsögn á næsta aðalfundi SFS.“

Gjaldið ekki skilað SFS neinu

Í greinargerð með henni segir m.a.: „Gjaldið sem SFS greiðir til SA er hátt og hefur að mati ÚV ekki skilað SFS neinu. Kornið sem fyllti mælinn var þegar félagsmönnum SFS var neitað um greiðslur úr verkfallssjóði SA í kjölfar verkfalls sjómanna í vetur.

Þegar litið er á helstu afrek SA síðastliðin ár, fyrir utan að neita að greiða úr verkfallssjóðnum, þá eru þau fyrirferðarmestu að unga út fólki sem settist á þing fyrir nýja stjórnmálahreyfingu, sem hefur það að aðalmarkmiði að koma á fyrningarleið í sjávarútvegi og ganga í Evrópusambandið.“

Síðari tillagan sem samþykkt var er svohljóðandi: „Aðalfundur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi samþykkir að samtökin beiti sér fyrir því með öllum tiltækum ráðum að leggja niður vinnudeilusjóð Samtaka atvinnulífsins og leiti allra leiða til þess að félagsmenn SFS fái endurgreidda þá upphæð sem hver og einn aðili í SFS hefur greitt í sjóðinn á undanförnum árum auk vaxta.“

Tilgangslaus fyrir félaga SFS

Í greinargerð um tillöguna segir m.a.: „...að samtökin beittu sér fyrir því að greiðslur félagsmanna í vinnudeilusjóðinn yrðu endurgreiddar með vöxtum.

Eins og kunnugt er hafnaði vinnudeilusjóður SA því að greiða út bætur til félagsmanna SFS eftir verkfall sjómanna sl. vetur, sbr. bréf sjóðsins til þeirra sem málið varðar, dags. 17. mars 2017. Sú ákvörðun stjórnar sjóðsins að hafna greiðslum úr sjóðnum kom félagsmönnum ÚV algjörlega í opna skjöldu. Í ljósi þessarar niðurstöðu stjórnar sjóðsins sem kom í kjölfar einnar hörðustu og lengstu vinnudeilu sl. ára er það samhljóða álit félagsfundar Útvegsbændafélags Vestmannaeyja, sem haldinn var 10. maí sl., að vinnudeilusjóðurinn sé og verði alltaf tilgangslaus fyrir félagsmenn SFS og einungis til þess fallinn að skapa deilur og úlfúð.“

Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja.
Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja.

Orð eru til alls fyrst

Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja, er formaður Útvegsbændafélags Vestmannaeyja. „Eftir svona langt verkfall, þegar kom í ljós að stjórn vinnudeilusjóðs taldi ekki ástæðu til að greiða félagsmönnum SFS út úr sjóðnum, sáum við í Eyjum enga ástæðu til þess að vera áfram með þennan sjóð,“ sagði Stefán í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann telur að margir innan raða SFS séu sammála Eyjamönnum.

„Það hefur verið umtalsverð gagnrýni á SA á ákveðnum sviðum. Orð eru til alls fyrst og við skulum bara sjá til hvað kemur út úr þessari úttekt á vegum SFS sem á að fara fram á veru SFS í SA, kostum og göllum,“ sagði Stefán um hina tillöguna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,49 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 314,23 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 152,79 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 133,77 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Oddverji SI 76 Grásleppunet
Grásleppa 1.417 kg
Þorskur 176 kg
Skarkoli 36 kg
Rauðmagi 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 1.634 kg
19.4.24 Kambur HU 24 Grásleppunet
Grásleppa 3.044 kg
Þorskur 690 kg
Steinbítur 21 kg
Ufsi 19 kg
Skarkoli 17 kg
Rauðmagi 12 kg
Ýsa 8 kg
Þykkvalúra 3 kg
Sandkoli 2 kg
Samtals 3.816 kg
19.4.24 Báran SI 86 Grásleppunet
Grásleppa 1.080 kg
Þorskur 101 kg
Skarkoli 38 kg
Steinbítur 17 kg
Samtals 1.236 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,49 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 314,23 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 152,79 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 133,77 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Oddverji SI 76 Grásleppunet
Grásleppa 1.417 kg
Þorskur 176 kg
Skarkoli 36 kg
Rauðmagi 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 1.634 kg
19.4.24 Kambur HU 24 Grásleppunet
Grásleppa 3.044 kg
Þorskur 690 kg
Steinbítur 21 kg
Ufsi 19 kg
Skarkoli 17 kg
Rauðmagi 12 kg
Ýsa 8 kg
Þykkvalúra 3 kg
Sandkoli 2 kg
Samtals 3.816 kg
19.4.24 Báran SI 86 Grásleppunet
Grásleppa 1.080 kg
Þorskur 101 kg
Skarkoli 38 kg
Steinbítur 17 kg
Samtals 1.236 kg

Skoða allar landanir »